Fara í efni

Sundlaugin Hrafnagili

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar var vígð eftir endurbætur í ársbyrjun 2007. Laugin sjálf er 10 x 25 metrar og við hana stór vaðlaug sem er einstaklega skemmtilegt buslusvæði fyrir börnin en jafnframt notalegt sólbaðssvæði fyrir þá sem eldri eru. Að auki er við sundlaugina heitur pottur, kalt kar (yfir sumartímann) og eimbað að ógleymdri stórri vatnsrennibraut sem ætíð er líf og fjör í kringum. Svæðið hentar sérlega vel barnafjölskyldum, enda skipulagt þannig að gott er að sjá yfir það allt hvort sem er frá sundlaug, vaðlaug eða potti. 

Í sundlauginni er gott aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga. Hægt er að fá einkaklefa, sturtustóll er til staðar og lyftur eru í pottinn og sundlaugina.  Að auki er rampur frá bakka og niður að sundlaug sem auðveldar aðgengi fyrir einstaklinga í hjólastól.

Vetraropnun íþróttamiðstöðvar:
Mánudaga-fimmtudaga:06:30-08:00 og 14:00-22:00
Föstudaga:06:30-08:00 og 14:00-19:00
Laugardaga og sunnnudaga: 10:00-19:00

Sumaropnun íþróttamiðstöðvar
Opið virka daga frá kl. 06:30-22:00
Opið um helgar frá kl. 10:00-20:00

Fullorðnir

Eitt skipti - 950 kr.

10 miðar - 5.200 kr.

30 miðar - 10.500 kr.

Árskort - 33.000 kr.

Börn 6-17 ára

Eitt skipti - 300 kr.

10 miðar - 2.500 kr.

Árskort - 2.500 kr.

Eldri borgarar 67+

Eitt skipti - 450 kr.

30 miðar - 10.500 kr.

Árskort - 16.500 kr.

Leiga

Sundföt - 700 kr.

Handklæði - 700 kr.

Leiga á handklæði og sundfötum saman - 1.100 kr.

Sund + leiga á handklæði og sundfötum - 1.700 kr.

Öryrkjar fá frítt í sund

Hvað er í boði

Hleðslustöðvar

Staðsetning Þjónustuaðili Tenglar
Orkusalan 1 x 22 kW (Type 2)