Hótel Jökull
Hótel Jökull er fjölskyldurekið hótel, staðsett í nágrenni Vatnajökuls. Landslagið umhverfis hótelið er stórbrotið og mörg herbergjanna hafa frábært útsýni yfir nærliggjandi fjöll. Hótelið er rétt við hringveg nr. 1, um 8 km frá Höfn í Hornafirði og 453 km frá Reykjavík.
Hótelið býður uppá gistingu í 58 herbergjum með veitingastað sem býður upp á morgunverð og kvöldmat. Nettenging er góð á öllu hótelinu og nóg er af bílastæðum fyrir framan hótelið auk hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Starfsfólk Hótel Jökuls er til taks við að ráðleggja gestum varðandi afþreyingu og útivist á á svæðinu, hjálpa til við að bóka dagferðir og skipuleggja ævintýralega dvöl.
Hótelið er vel staðsett fyrir þá ferðalanga sem vilja skoða Vatnajökulsvæðið og Suðurlandið. Það er mikið úrval af afþreyingu í boði nálægt hótelinu, svo sem gönguleiðir, íshellaferðir, vélsleðaferðir, golfvöllur og sundlaug.