Hótel Flatey
Gisting er í nýuppgerðum pakkhúsum í miðju þorpsins í Flatey, í Eyjólfspakkhúsi, Stóra-Pakkhúsi og veitingasalur hótelsins er í samkomuhúsinu. Eyjólfspakkhús stendur við samnefnda bryggju og þaðan er útsýni yfir Hafnareyna. Stóra-Pakkhús ásamt samkomuhúsinu eru þar við hliðina.
Hótel Flatey býður nú upp á 7 tveggja manna herbergi, 2 fjölskylduherbergi (hjónarúm og 2 kojur), 3 svítur og 2 eins manns herbergi. Samtals 12 herbergi og 23 rúm. Öll herbergin eru með sameiginlegu baðherbergi. Morgunmatur er innifalinn í verðinu.