Hótel Dalvík
Hótel Dalvík er staðsett miðsvæðis í sjávarþorpinu Dalvík. Þetta er þægilegt hótel á Norðurlandi með útsýni yfir bæinn og fjöllin í kring.
Hótelið er í 3ja mínútna fjarlægð frá sjávarsíðunni. Það eru aðeins 600 m í sundlaug og aðeins í 35 mínútna akstur til Akureyrar. Hamar gólfvöllurinn er aðeins í 4ja km fjarlægð.
Hótelið býður upp á bæði herbergi með einkabaðherbergi og svo sameiginlegu baðherbergi. Öll herbergi eru með aðgang að þráðlausu neti (Wi-Fi).
Í sameiginlegu rými er þvottaherbergi, garður og sólpallur með borðum. Í andyrinu er bar, setustofa og tölva tengd við Internetið.
Hægt er að fara ferðir um fjörðinn, í hvalaskoðun eða sjóstangveiði frá höfninni sem er aðeins í 250 m fjarlægð frá hótelinu. Ferjan til Grímseyjar fer frá Dalvík þrisvar sinnum í viku. Vinsælt er að fara á hestbak, á snjósleða og fjallaskíði í nágrenni.