Fara í efni

Holt Inn sveitahótel

Holt Inn er fjölskyldurekið sveitahótel í hjarta Vestfjarða, í aðeins 15 mínútna akstri frá Ísafirði. Hótelið sem eitt sinn var skóli er nú með 11 nýuppgerðum herbergjum með sérbaðherbergi, þar af eitt fjölskylduherbergi. Hvert herbergi er með útsýni yfir eitt af tignarlegu fjöllum Önundarfjarðar. Á hótelinu er einnig setustofa sem tekur um 30 manns og salur sem tekur rúmlega 100 manns. Þar er gott að halda fundi, ráðstefnur og veislur. Góð nettenging, skjávarpi, sjónvarpsskjár, píanó og orgel eru til staðar. Hótelið býður einnig uppá hleðslustöðvar og heitan pott, sem er með útsýni yfir allan fjörðinn.   

Holt Inn gerir sér far um að veita persónulega þjónustu og sýna gestrisni. Lögð er áhersla á nálægð við einstaka náttúru, friðland, fjöru, fjöll, firði, hreinleika, dýralíf, útsýni og norðurljós. Einnig býður staðurinn upp á friðsæld, fámenni, litla ljósmengun, víðáttu og kyrrð. 

Með öllu þessu sem Holt Inn og umhverfi hefur að bjóða þá er það stefna hótelsins að gestir geta fengið einstaka gæðaupplifun fjarri hversdagslegu amstri á flottu hóteli en með snefil af sveitastemmingu.

Í nágrenni Holts er hægt að upplifa ævintýri og menningu. Það má til dæmis fara á skíði, í fjallgöngur, gönguferðir, kajakferðir og hestaferðir. Einnig er hægt að skella sér á ströndina í Holti, sem er aðeins í stuttu göngufæri frá hótelinu og hefur hótelið hálftjöld til útláns sem tilvalin eru á ströndina.

Hótelið er reyklaust og býður upp á frítt internet. 

Hvað er í boði

Hleðslustöðvar

Staðsetning Þjónustuaðili Tenglar
1 (Type 2)