Sundlaugin Höfn
Sundlaugin á Höfn samanstendur af 25 x 8,5 m. sundlaug, vaðlaug, tveimur heitum pottum (annar þeirra er nuddpottur), saunabaði, þremur rennibrautum mishröðum og háum.
Sundlaugin er í klasa íþróttamannvirkjanna á Höfn og í næsta nágrenni við tjaldstæðið og aðra almenna þjónustu.
Sund, vatn og vellíðan er kjörorð sundlaugarinnar.