Menningarhúsið Hof
Í Hofi er framúrskarandi aðstaða fyrir allar gerðir viðburða. Fjölbreytt úrval rýma í húsinu gefur kost á að halda þar allt frá litlum stjórnarfundum og námskeiðum upp í fjölmennar ráðstefnur, stórtónleika og glæsilegar veislur. Starfsfólk Menningarhússins Hofs hefur mikla reynslu af skipulagningu fjölbreyttra viðburða og veitir faglega ráðgjöf auk þess að vera skipuleggjendum innan handar við undirbúning og framkvæmd.
Menningarfélag Akureyrar á heima í Menningarhúsinu Hofi. Menningafélag Akureyrar er sjálfseignarstofnun sem samanstendur af þremur menningarstofnunum á Akureyri; Leikfélagi Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarfélaginu Hofi. Sameiningin tók í gildi árið 2014 og er markmiðið að skapa öflugan vettvang fyrir þrjár af stærstu menningarstofnunum á Norðurlandi til að starfa saman, sækja fram í menningarlífi á Akureyri og efla enn frekar þá starfsemi sem þessir aðilar hafa staðið að.