Hlöðueldhúsið - Matarupplifun í Þykkvabænum
Hlöðueldhúsið býður upp á matarupplifun fyrir starfsmannahópa, vinahópa og fjölskyldur í gamalli hlöðu og áföstu fjárhúsi í Oddsparti í Þykkvabænum, 16 km frá þjóðvegi 1, rétt hjá Hellu.
Vel útbúið eldhús rúmar vel 8-16 manna hópa sem læra nokkrar nýjar uppskriftir sem hægt er að nýta heima. Stærri hópar geta fengið viðaminni námskeið þar sem allir taka þátt að einhverju leiti (hafið samband við Hrönn í síma 8223584).
Hópurinn eldar saman undir leiðsögn, úr Íslensku hráefni. Einnig ræktum við kryddjurtir, salat og æt blóm sem við notum í eldhúsinu okkar.
Hver hópur (að lágmarki 8 manns) þarf að bóka fyrirfram í síma 8223584 eða senda tölvupóst, hlodueldhusid@gmail.com.
Á heimasíðunni www.hlöðueldhúsið.is er að finna nokkur leiðbeinandi námskeið en hægt er að klæðskerasníða matseðilinn fyrir hvern hóp.
Stærri hópar (20-50 manna) geta komið í heimsókn/ veislu en þá eldum við fyrir hópinn. Allskonar hópar koma, kórar á ferðinni, kvenfélög, golffélagar, afmælisveislur.
Heimsókn í gróðurbraggann og Textíl er innifalið í heimsókninni fyrir alla hópa.
Hvað er í boði
Hleðslustöðvar
Staðsetning | Þjónustuaðili | Tenglar |
---|---|---|
1 (Wall) |