HL Adventure ehf.
HL Adventure er viðurkenndur ferðaskipuleggjandi með sérþekkingu á því að skipuleggja og sjá um ferðir fyrir bæði fyrirtækjahópa og einstaklinga á Íslandi, Grænlandi, til Suðurskautslandsins og á Norður Pólinn. Fyrirtækið sérhæfir sig í því að sjá um alla skipulagningu frá komu hóps og til brottfarar, þ.m.t. gistingu, afþreyingu, farþegaflutninga og sérlausnir s.s. veislur og viðburði á vegum hópanna. HL Adventure býður sérhæfingu og víðtæka þekkingu á skipulagningu og útfærslu á stórum og smáum viðburðum á hálendi Íslands, til dæmis tjaldbúðir á jökli. Fyrirtækið býður einnig upp á sérsniðnar lúxus ferðir fyrir einstaklinga og hópa.