Heimabyggð Kaffihús
Heimabyggð er umhverfisvænt, grænkera kaffihús í hjarta Ísafjarðar. Kaffihúsið gefur frá sér litríkan og hressandi sjarma þar sem lykt af nýbökuðu súrdeigsbrauði, bakkelsi og fyrsta flokks kaffidrykkjum umvefur þig í. Á matseðli eru réttir sem henta öllum sem gerðir eru frá grunni í eldhúsi kaffihússins og á hverjum degi er nýr réttur dagsins. Á kvöldin er svo gott að tilla sér, hlusta á góða tónlist með einum köldum og popp á kantinum.