Haukaberg House
Gistiheimilið Haukaberg er staðsett í 7 km fjarlægð frá Höfn, í rólegu umhverfi, umvafið fallegri náttúru.
Gistiheimilið Haukaberg er í eigu og rekið af ungri fjölskyldu. Við bjóðum húsnæði fyrir fjölskyldur eða hópa, að hámarki 10 manns.
Eldhúsið er fullbúið.
Á svæðinu er í boði úrval af ferðum með leiðsögn af ýmsu tagi. Heillandi staðir sem við mælum með eru t.d. Vestrahorn, Fláajökull, Heinabergsjökull og Hoffellsjökull.