Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
Í hjarta Hafnarfjarðar stendur Hafnarborg – menningar og listamiðstöð Hafnarfjarðar, þar sem fram fer menningarstarfsemi af ýmsu tagi, myndlistarsýningar, tónleikar, námskeið og fundir.
Í safninu eru tveir sýningarsalir en að jafnaði eru þar settar upp um tólf myndlistarsýningar á ári. Þar getur að líta verk eftir íslenska og erlenda listamenn í fremstu röð, samtímalistamenn jafnt sem frumkvöðla íslenskrar listasögu.
Safneign Hafnarborgar telur nú um 1.500 verk, meðal annars rausnarlega listaverkagjöf Eiríks Smith (1925–2016), sem var leiðandi í íslensku listalífi á 20. öldinni. Sýningar úr safneign eru fastur liður í dagskrá Hafnarborgar.
Hægt er að fá leiðsögn um sýningarnar á íslensku og ensku, eftir samkomulagi.
Opnunartími:
Opið 12:00-17:00 alla daga nema þriðjudaga.