Farfuglaheimilið Hafaldan - bragginn
Farfuglaheimlið Hafaldan hefur verið starfrækt síðan 1975 eða síðan ferjan Norræna hóf ferðir sínar til Seyðisfjarðarhafnar.
Í hinu sögufræga húsi Gamla spítalanum (1898) er frábær aðstaða fyrir gesti. Fallega innréttuð sameiginleg rými, eldhús, borðstofa, notaleg SPA aðstaða með saunu sem er opin og ókeypis fyrir gesti hostelsins. Eins er líka þvottavél/þurrkari aðgengileg gegn greiðsu. Lítill bar með bjór & léttvíni á góðu verði er á staðnum og fylgir opnunartíma afgreiðslunnar. Eins er hægt að bóka léttan morgunverð á staðnum.
Herbergin eru fjölbreytt í stærðum & gerðum og ýmist með baði eða án. Hentar vel fyrir fjölskyldur, pör, vinahópa eða einstaka ferðalanga.
Við erum hluti af Farfuglahreyfingunni en þar leggjum við okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.
Fyrir bestu verðin & sveiganleika þá er LANGbest að bóka beint gegnum heimasíðuna !