Fara í efni

Hafaldan HI hostel - bragginn

Farfuglaheimilið Hafaldan býður uppá gistingu í tveimur húsum á Seyðisfirði. Starfsemin hófst á
sama tíma og ferjan Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar, árið 1975. 

Í gamla síldarvinnslubragganum hóf Farfuglaheimilið Hafaldan göngu sína að Ránargötu 9. Húsið er undir hinu merka fjalli Bjólfi og í mikilli nálægð við sjóinn. Bláa borðstofan býður uppá mikilfenglegt útsýni út fjörðinn sem seint gleymist og það getur verið erfitt að slíta sig frá málsverðinum þar.

Krossviðurinn er allt um vefjandi í húsinu og falleg antík húsgögn gefa húsinu mikinn sjarma.

Hostelið býður uppá tveggja og fjögurra manna herbergi, öll með sameiginlegu baðherbergi og sturtuaðstöðu. Lín og handklæði er innifalið í verði en ekki er boðið uppá morgunverð þar sem sameiginleg og vel útbúin eldhúsaðstaða er í húsinu. 

Á hostelinu er frábær aðstaða fyrir gesti: góð sameiginleg rými, mjög vel búið eldhús, borðstofa, þvottavél og þráðlaus nettenging. Hafaldan er hluti af alþjóðlegri keðju Farfugla (Hostelling International) og fylgir metnaðarfullum gæða og umhverfisstöðlum þeirra.  

Á heimasíðunni gengur síldarbragginn góði undir heitinu Hafaldan Harbour. Vinsamlegast bókið beint gegnum heimasíðuna okkar www.hafaldan.is þar eru bestu verðin og afsláttarkóði fyrir enn meiri afslátt. Eins eru sérstök tilboð fyrir lengri dvalir í boði. Við erum líka við símanni: 611-4410 &
tölvupóstfang: seydisfjordur@hostel.is.

Við tökum vel á móti þér !  

Hvað er í boði