Gistiheimilið Reynir
Gistiheimilið Reynir er fjölskyldufyrirtæki staðsett á Reyni í Reynishverfi. Stefna okkar er að bjóða uppá snyrtilega og notalega gistingu á góðum stað. Sumarið 2014 tókum við í notkun nýja 280fm byggingu sem samanstendur af sex tveggja manna herbergjum og tveimur öðrum herbergjum fyrir þrjá til fjóra einstaklinga. Í húsinu eru tvö salerni, þrjú sturtuherbergi, eldhús með matsal og einnig setuaðstaða. Öll herbergin koma með vaski og tvö þeirra með litlu baðherbergi.
Umhverfið í kring er frábært, frá staðnum er útsýni yfir Dyrhólaey, útá sjó og til jökla. Það er tilvalið fyrir fólk að fara í gönguferðir , þar sem t.d. er hægt að ganga niður í Reynisfjöru þar sem tekinn verður í notkun nýr veitingastaður sumarið 2014, eða á Reynisfjall þar sem hægt er að sjá lundann ,svo er útsýnið þaðan yfir staðina í kring frábært.
Alla þjónustu svo sem verslanir, sundlaug, golfvöll, veitingastaði og fleira er auðvitað hægt að sækja til Víkur en það er um 7 mínútna akstur þangað.
Ekki er boðið upp á morgunmat en það er aðstaða til eldunar.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.