Gistiheimilið Mánagötu 1
Fimm herbergi eru að Mánagötu 1, sem er steinsnar frá Mánagötu 5.
Í fjórum herbergjum er hægt að leigja rúm en fimmta herbergið er sérherbergi með tveimur rúmum.
Eldunaraðstaða er í eldhúsi og í stofunni er sófi og sjónvarp. Baðherbergin eru tvö og bæði með sturtu, þau eru sameiginleg.
Morgunverður er ekki innifalin en mögulegt er að kaupa hann á Hótel Ísafirði gegn aukagjaldi.
Mánagata 1 hentar mjög vel fyrir þá sem þurfa að hugsa um pyngjuna, en einnig skólahópa og íþróttahópa svo fátt eitt sé nefnt.
Isafjordur Hostel er opið allt árið og er reyklaust.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókanna