Gistiheimilið Hvammur
Gistiheimilið Hvammur á Höfn í Hornafirði er fallegt gistiheimili staðsett í hjarta bæjarins niður við höfnina. Frábært útsýni er yfir höfnina og jöklana í vestri. Í gistiheimilinu eru 30 herbergi, eins, tveggja og þriggja manna herbergi og einnig er boðið upp á fjölskylduherbergi. Öll herbergin eru búin kapalsjónvarpi og handlaug.