Gistiheimilið Hafnarnes
Hafnarnes er með fallegt útsýni yfir Hornarfjarðarfljót og Vatnajökul og býður upp á herbergi með björtum innréttingum í sveitastíl. Bílastæðin á staðnum eru ókeypis. Miðbær
Hafnar er í 2 km fjarlægð, golfvöllur, sundlaug, söfn og önnur þjónusta er á Höfn. Hoffellsjökull er í 20 km fjarlægð frá Hafnarnesi.
Fjöldi herbergja: 10
Hvert herbergi er með aðgang að sameiginlegri baðherbergisaðstöðu og sameiginlegu eldhúsi með örbylgjuofni, brauðrist, ísskáp og kaffivél. Sjónvap er í sumum herbergjum.
Gestir geta slappað af í tveim setustofunum með ókeypis Wi-Fi internetaðgangi, eða notið þess að lesa bók úr litla bókasafninu. Gallerí og gjafavöruverslun sem selur handverk
frá listamönnum af svæðinu er á staðnum. Starfsfólkið getur aðstoðað við að koma í kring afþreyingu eins og hestaferðum. Morganverð er hægt að panta (daginn áður) en
te/kaffi er í boði allan sólarhringinn í setustofunni.