Grandi mathöll
Grandi mathöll er með níu götu bita staði (street food) og er mathöllin staðsett í fiskmarkaðsskemmu á Grandanum.
Staðirnir bjóða upp á frumlega rétti með áherslu á íslenskt hráefni. Þeir flæða mjög vel saman við grænmetisverslun á staðnum og kaffi- og vínbar.
Nálægðin við sjóinn er einstök og alveg eins víst að gestir upplifi löndun á fiski - fiski sem gæti endað á borðum þeirra.
Við viljum vera vettvangur sem stendur fyrir hugsjónir um ferska og hreina íslenska matvöru, einstaka fjölbreytni, umhverfisvænar vörur og heilbrigðan og skemmtilegan lífsstíl.