Grái kötturinn
Við erum sérstaklega stolt af brauðinu okkar og pönnukökunum, sem við búum til sjálf frá grunni. Við búum einnig til túnfisksalatið á staðnum eins og hummusinn okkar. Við erum þó líklega þekktust fyrir Trukkinn, sem inniheldur egg, beikon, kartöflur, pönnukökur, tómata í sósu og ristað brauð. Kaffið sem hún Valdís blandar fyrir okkur er líka einstaklega gott. En þú kemst ekki að því hve gott þetta er nema þú prófir! Komdu því endilega í heimsókn til okkar.