GOTT veitingastaður
GOTT er heilsusamlegur og skapandi fjölskylduveitingastaður í Vestmannaeyjum sem notar aðeins ferskt og heilnæmt hráefni. Allar sósur, soð, súpur, brauð og kökur eru löguð frá grunni á staðnum. Ferskur fiskur er sóttur beint af fiskmarkaðnum á hverjum morgni. Þó að mikil vinna sé lögð í matinn þá eru allir réttir á mjög sanngjörnu verði.
Áhersla er á persónulega og góða þjónustu.
Yfirkokkurinn Sigurður Gíslason fyrrum meðlimur kokkalandsliðs Íslands og konan hans Berglind Sigmarsdóttir reka og eiga veitingastaðinn GOTT. Sigurður hefur unnið á frábærum veitingastöðum um allan heim þar á meðal Clairfontaine í Frakklandi, Charlie Trotters í Chicago, Ferry House Bahamas og var yfirkokkur á Vox, Hilton Nordica. Þau Siggi og Berglind hafa gefið út tvær metsölu matreiðslubækur á Íslandi og önnur þeirra gefin út í Þýskalandi. Þriðja bókin þeirra kom út í oktober 2016, GOTT - réttirnir okkar. Í bókinni eru vinsælustu réttir GOTT þar sem einstakir réttir Sigurðar og snilldar útfærslur Berglindar gera réttina ómótstæðilega.
Auk veitingarstaðarins er GOTT með veisluþjónustu sem sniðin er eftir þörfum viðskiptavinarins . Bjóðum upp á smárétti , hópaseðla og veislur. Veitingarstaðurinn tekur allt að 80 manns í sæti , auk þess að vera með annan veislusal sem tekur 130 manns .
Vegan og glútenlausir réttir í boði.
Frí nettenging er í boði fyrir gesti.