Jöklavagnar
Glacier Goodies er veitingavagn sem er staðsettur í þjóðgarðinum Skaftafelli, við göngustíginn inn á tjaldsvæði/upp að Svartafossi, stutt frá þjónustumiðstöðinni.
Vagninn er opinn allan daginn frá maí og fram í september.
Hjá Glacier Goodies er boðið upp á rétti unna úr hágæða hráefni úr héraði, m.a. fisk og franskar og humarsúpu . Hægt er að setjast niður og snæða fyrir framan vagninn í einstaklega fallegu umhverfi með útsýni yfir Skaftafellsjökul, Hvannadalshjúk o.fl.