Gistihúsið Gimbur
Gistiheimilið Gimbur stendur við þjóðveg 76 u.þ.b. 20 km norðan Hofsóss á landi Reykjarhóls. Húsið stendur fyrir opnu hafi og nýtur miðnætursólar allt sumarið og frá miðjum júní og út mánuðinn sest sólin aldrei. Á veturna fögnum við myrkrinu með sínum stjörnum og norðurljósum.
Staðurinn hentar mjög vel fyrir gönguhópa, fuglaskoðara, ljósmyndara, veiðimenn og hestamenn.
Við höfum 2 hús til umráða og getum hýst allt að 17 manna hópa.
2-3 herbergi deila baði og sturtu.
Vel útbúið eldhús, heitur pottur, grill og góð aðstaða til samveru. Fjölbreyttar gönguleiðir í nágrenninu.
Hvað er í boði
Hleðslustöðvar
Staðsetning | Þjónustuaðili | Tenglar |
---|---|---|
Tesla | 2 x 11 kW (Type 2) |