Gerðuberg
Gerðuberg var opnað 4. mars 1983 og er alhliða menningarmiðstöð rekin af Reykjavíkurborg. Boðið er upp á fjölbreytta menningardagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Leiðarljós Gerðubergs er að eflast sem alhliða menningarmiðstöð með fjölbreyttri og metnaðarfullri menningarstarfsemi og vera griðastaður góðra hugmynda og nýsköpunar. Gerðuberg hefur verið einn vinsælasti funda- og ráðstefnustaður borgarinnar. Rík áhersla er lögð á gott aðgengi borgarbúa á öllum aldri. Boðið er upp á fjölbreytta menningardagskrá sem kynnt er í starfsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs ár hvert. Er hún birt á heimasíðu Gerðubergs og á prentuðum viðburðakortum sem gefin eru út tvisvar á ári.
Opnunartími sýninga |
Virkir dagar: | Laugardagar: | Sunnudagar: |
1. maí - 31. ágúst: | 11:00-17:00 | Lokað | Lokað |
1. september - 30. apríl: | 11:00-17:00 | 13:00-16:00 | 13:00-16:00 |
Opnunartími hússins | Virkir dagar: | Laugardagar: | Sunnudagar: |
1. maí - 31. ágúst | 08:00-18:00 | Lokað | Lokað |
Föstudaga | 08:00-17:00 | ||
1. september - 30. apríl | 08:00-18:00 | 13:00-16:00 | 13:00-16:00 |
Föstudaga | 08:00-17:00 | ||
Miðvikudaga | 08:00-21:00 |