Garður gistiheimili
Garður gistihús er við þjóðveg 85 um 50 km austan Húsavíkur og 10 mínútna akstur frá Ásbyrgi. Í húsinu eru 8 herbergi með gistingu fyrir allt að 19 manns með sameiginlegri aðstöðu. Þar eru tvö fullbúin eldhús, 2 ½ baðherbergi, setustofa, stofa með sjónvarpi og fríu interneti, þvottahús, barnarúm og barnastólar. Hægt er að leigja allt húsið eða stök herbergi. Staðsetningin er frábær til að skoða Vatnajökulsþjóðgarð, Mývatnssveitina, Heimskautagerðið og Húsavík.