Hestaleigan Galsi
Við bjóðum einstaka upplifun með dásamlegu hestunum okkar í fögru umhverfi Húnabyggðar. Hægt er að velja um að fara í reiðtúr eða að heimsækja hestana við hesthúsið. Í reiðtúrnum förum við ríðandi frá reiðhöllinni fram hjá álfasteini að bökkum Vatnsdalsár eftir mjúkum moldargötum. Stoppum fyrir myndatöku á leiðinni og njótum samvista við hestinn. Í heimsókninni gefst börnum og fullorðnum tækifæri til að kynnast hestunum okkar og spjalla við þá. Það má klappa þeim og fara á bak með aðstoð hestasveins sem teymir í nokkra hringi eða heyra af ræktunarstarfi. Svo má líka kíkja á hænur og heimalninga. Öll hjartanlega velkomin - við höfum unun af að leyfa ykkur að kynnast yndislegu hestunum okkar. Hestaleigan Galsi er staðsett í Steinnesi í Húnabyggð, en þar hefur verið stunduð farsæl hrossaræktun síðustu áratugi. Bókanir og upplýsingar á www.galsi.is