Frost og funi boutique hotel
Frost og Funi boutique hotel í Hveragerði er í þægilegri fjarlægð frá ys og þys borgarlífsins og er opið allt árið. Við tökum bæði á móti einstaklingum og hópum og leggjum áherslu á að gestir okkar eigi notalega dvöl, hvort sem ætlunin er að eiga rómantíska helgardvöl, hittast til skrafs og ráðagerða, eða bara slaka á frá önnum hversdagsins. Öll aðstaða er útbúin með hvíld og vellíðan gesta í huga.
Boðið er upp á fundaraðstöðu með sjónvarpi sem tengist fartölvum og flettitöflu sem að nýtist vel fyrir litla hópa.
Herbergi
21 herbergi eru á hótelinu og eru þau sérstaklega útbúin með þægindi og vellíðan gesta í huga, þau hafa öll sér baðherbergi sem og þráðlaust net sem gestir geta notað meðan dvöl stendur. Herbergin eru útbúin fallegum og þæginlegum húsgögnum sem að gefa þeim sérstakan stíl. Allir hótelgestir hafa aðgang að hvera hitaðri sundlaug, heitum pottum og inni- saunu sem eru á hótelsvæðinu og er aðgangur er innifalinn í gistingu. Einnig er aðgangur að morgunverðarhlaðborði innifalinn í gistingu. Flest herbergin hafa útsýni yfir ánna Varmá og hvera-ríku dalina þar í kring og sýnir þar með fullkomið dæmi um séríslenska náttúrufegurð.
Veitingahúsið Varmá er rekið við hótelið og sérhæfir sig í Hveraeldun. Borðabókanir á frostogfuni.is og í síma 483-4989.