Fosshótel Austfirðir
Fosshótel Austfirðir er glæsilegt hótel á Fáskrúðsfirði. Starfsemi hótelsins fer fram í 4 byggingum við Hafnargötuna sem hafa verið endurgerð í samvinnu við Minjavernd. Þekktasta húsið er bygging franska spítalans sem var reist árið 1903 og í notkun til ársins 1939 eða þar til það var flutt út á Hafnarnes þar sem það stóð í eyði í nær 50 ár. Húsin eiga sér ríka sögu og hefur í einu þeirra verið sett upp sýning um franska sjómenn á svæðinu. Við enduruppbyggingu húsanna var lögð áhersla á að endurnýta byggingarefni eins og hægt var. Á hótelinu er glæsilegur veitingastaður L'Abri.
- 47 herbergi
- Morgunverður í boði
- L'Abri veitingahús
- Bar
- Ókeypis þráðlaust net
- Safn
- Hleðslustöð
Hluti af Íslandshótelum
Hvað er í boði
Hleðslustöðvar
Staðsetning | Þjónustuaðili | Tenglar |
---|---|---|
Ísorka | 2 x 22 kW (Type 2) |