Fljótsbakki sveitahótel
Fljótsbakki er fullkomlega staðsett á milli Akureyrar, Mývatnssveitar og Húsavíkur í töfrandi umhverfi fjalla, vatna og dýra.
Það er stutt til allra átta og margt að sjá og geri í nágrenninu.
Fljótsbakki er fjölskylduvænt þar sem börnin geta notið sín í öruggu umhverfi.
í boði eru 12 ný tveggja manna herbergi, árið 2016 var allt tekið í gegn og ótrúlegt til þess að hugsa að það hafi áður verið fjós.
Veitingastaðurinn er opinn frá júní til september þar sem hægt er að fá heimagerðan mat í hádeginu og kvöldin. Reynt er eftir fremsta megni að vinna með mat úr sveitinni og að hann sé sem ferskastur.