Fara í efni

Fjörukráin - Víkingaþorpið

Valhöll Víkinga er öðruvísi A la carte veitingastaður í næst elsta húsi Hafnarfjarðar, þar sem innréttingar og húsgögn eru gerð úr hundrað ára gömlum neftóbaks-og víntunnum og veggir skreyttir málverkum af Hafnarfirði og veisluborði goðanna.

ATH: Vinsamlegast pantið borð fyrirfram og látið vita ef þið hyggist greiða með ferðagjöfinni.

Valhöll er með  setustofu á efrihæð með útsýni yfir höfnina og bíður upp á notalegt andrúmsloft, þó svo að Víkingar komi þar við með sínar skemmtilegu uppákomur.
Valhöll er opin fyrir matargesti alla daga frá kl. 18:00 og þar er opið fyrir hópa í hádeginu.

 Notalegur og öðruvísi veitingastaður sem vert er að heimsækja aftur og aftur.

Fjörugarðurinn  býður upp á ekta Vikinga umhverfi, góðan mat og lifandi tónlist.
Þið munið eiga eftirminnilega stund í Fjörugarðinum, sem á sér engan líka,
útskurður, listmunir og skrautmunir á staðnum virðast óteljandi svo gestir upplifa heimsóknina ekki bara sem veitingastað. Sjón er sögu ríkari.

Fjörugarðurinn er opinn fyrir matargesti frá kl. 18:00-22:00 alla daga en þá lokar eldhús staðarins, barinn hinsvegar er opinn fram eftir kvöldi. Boðið er uppá okkar margrómuðu Víkingaveislur öll kvöld vikunnar, auk þess sem gestir geta valið af fjölbreyttum sérréttarseðli.

 


Hvað er í boði