Austfjarðaleið
Austfjarðaleið er eitt elsta rútufyrirtæki landsins en það var stofnað árið 1962 af Sigfúsi Kristinssyni, eða Fúsa á Austfjarðarútunni, sem var þekktur fyrir landslagslýsingar sínar og hnyttnar frásagnir af mönnum og málefnum
Synir Fúsa, Haukur og Sigfús Valur tóku við rekstrinum af föður sínum, en árið 1985 keypti Hlífar Þorsteinsson fyrirtækið og hefur rekið það síðan.
Höfuðstöðvar Austfjarðaleiðar eru í Fjarðabyggð og liggur leiðin því oft um Oddsskarð sem er einn hæsti og erfiðasti fjallvegur landsins, í 632 metra hæð yfir sjávarmáli.
Við hjá Austfjarðaleið leggjum mikla áherslu á öryggi farþeganna, gott viðhald og hreina og þægilega bíla.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.