Dýrfinna Torfadóttir Gullsmiður
Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður starfrækir vinnustofu sína að Stillholti 16-18 Akranesi. Þar vinnur hún að skartgripagerð, skúlptúrgerð og gerð lágmynda.
Dýrfinna Torfadóttir er fædd 1955 í Reykjavík en ólst upp á Ísafirði og bjó þar eftir að námi lauk og þar til hún fluttist til Akraness haustið 2001.
Hún lærði fag sitt á Akureyri og í Valdres, Noregi og lauk meistaraprófi í gullsmíði árið 1983. Hún opnaði vinnustofu og verslun sama ár á Ísafirði sem enn er starfrækt Þar er boðið upp á handunna skartgripi og gjafavöru.
Dýrfinna hefur tekið þátt í fjölda sýninga, bæði einkasýninga og samsýninga og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Meðal annars hlaut hún 1. verðlaun fyrir tískuskartgrip ársins árin 1997, 1998 og 1999. Hún er fyrrverandi formaður Félags íslenskra gullsmiða.
Dýrfinna hefur sem skartgripahönnuður skapað sér sérstakan og persónulegan stíl sem einkennist af frumlegri og oft óhefðbundinni efnismerðferð og djarfri útfærslu. Með þessu hefur hún skipað sér í röð hinna eftirtektaverðustu gullsmiða og skartgripahönnuða á Íslandi.
Skartgripir og önnur verk eftir Dýrfinnu eru til sölu á Hótel Sögu, hjá Epal Design, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hjá Listhúsi Ófeigs í Reykjavík og í versluninni Gullauga á Ísafirði.