Læknishúsið á Hesteyri
Læknishúsið á Hesteyri er lítið fjölskyldurekið kaffi- og gistihús staðsett í stórfenglegri náttúru Hornstranda.
Hesteyri er lítið þorp við Hesteyrarfjörð sem er einn Jökulfjarða á norðanverðum Vestfjörðum. Hin einstaka náttúra þessa svæðis býður upp á mosavaxna dali, brött og klettótt fjöll, mikið fuglalíf og fjölbreyttan gróður.
Hesteyri upplifði sína bestu tíma fyrir um 100 árum en 1952 yfirgaf síðasti íbúinn þorpið. Rústir gömlu síldarverksmiðjunnar standa innar í firðinum. Á Hesteyri standa enn 10 hús sem öll eru eingöngu notuð sem sumarhús.
Til Hesteyrar er eingöngu hægt að komast sjóleiðina. Áætlanaferðir eru frá Ísafirði og Bolungarvík á tímabilinu júní til ágústloka.
Á Hesteyri byrja flestir göngumenn göngur sínar um Hornstrandafriðlandið.