Sögufylgja
Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir tekur vel á móti gestum sem vilja fræðast um leyndardóma Snæfellsness.
Dagbjört hefur undanfarin ár sérhæft sig í sögum og sögnum tengdum Snæfellsnesi. Hún fer með gesti sína í stutta göngutúra og miðlar sagnaarfinum ásamt því að eiga samtal við gestina um lífið og tilveruna á Snæfellsnesi.
Hægt er að koma í heimsókn í heim í Böðvarsholt eða hitta hana á fyrirfram ákveðnum stað til að eiga góða stund saman.
Uppáhalds staðir Dagbjartar eru Búðir, Arnarstapi, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, Lýsulaugar og Bjarnafoss.
Dagbjört tekur vel á móti einstaklingum jafnt og hópum!
Hafðu samband og mæltu þér mót við sögufylgju á Snæfellsnesi.
Hjartanlega velkomin á vit leyndardóma Snæfellsness!