Sveitahótelið Fossatúni
Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík við veg nr. 50 mitt á milli Borgarness og Reykholts. Öll aðstaða er góð og nútímaleg hvort heldur gestir hafa styttri eða lengri viðkomu. Staðsetningin er miðlæg og stutt í allar áttir til að skoða fallega náttúru og þá möguleika sem aðrir bjóða upp á í ferðaþjónustu á Vesturlandi.
Gistiaðstaða Boðið er upp á mismunandi þrjá valkosti í innigistingu. Allir gestir hafa aðgengi að heitum pottum og eldhúsaðstöðu. Einnig er boðið upp á tjaldsvæði.
Fossatún Sveitahótel
Boðið er upp á gistingu í 12 x tveggja manna herbergi með sér baðherbergi.
Fossatún Gistiheimili
120 m2 hús með fjögur tveggja manna herbergjum með sameiginlegum baðherbergjum, stofu, borðstofu og eldhúsi. 42 m2 hús með tvö svefnherbergi, sameiginlegt baðherbergi og eldhúsaðstaða.
Fossatún Poddar Poddur er smáhýsi með svefnaðstöðu (camping pod). Svefnpokapláss en hægt að fá rúmfatnað sé þess óskað. Einangruð, upphituð, heilsárs hagstæð gistiaðstaða.
Tjaldsvæði Nútímalegt tjaldsvæði sem hólfað er af með háum skjólbeltum.
Veitingahús - Rock´n Troll Cafe Einstök staðsetning og matseðill með áherslu á kaffihúsaveitingar með stíl. Í móttöku er almenn afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti.
Tónlist - Plötusafnið Í veitingahúsinu er að finna vinylplötu- (3000 plötur) og CD safn (5000 diskar) staðarhaldara, sem einnig flytur ásamt öðrum dagskrá tengda tröllasögum og tónlist, slíkt er auglýst fyrirfram.
Tröllasögur, Tröllaganga, Tröllaleikir Skemmtilegar og fræðandi gönguleiðir í fallegri náttúru ásamt leiksvæði með tröllaleikjum svo og myndu og styttum af tröllum. Gönguleiðirnar tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum sem staðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er Vesturland.
Náttúra Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og útsýni yfir Tröllafossa og hægt að sjá laxa stökkva og ganga meðfram fallegu árbakkasvæðinu. Einnig er gönguleið að Blundsvatni þar sem er fjölbreytt, iðandi fuglalíf. Borgfirski fjallahringurinn blasir við og umlykur.