Center Hotels Skjaldbreið
Center Hotels Skjaldbreið er staðsett í sögufrægu og virðulegu húsi á horni Laugavegar og Veghúsastígs. Þar var um langt skeið starfrækt apótek og óhætt er að segja að enn leiki hressandi og bætandi straumar um húsið. Fyrir utan hótelið er iðandi mannlíf, verslanir, kaffihús og veitingastaðir.
Á Skjaldbreið eru 33 herbergi sem öll er vel útbúin og notaleg og sum hver búa að því að hafa útsýni beint út á Laugaveg. Morgunverður fylgir með öllum herbergjunum á Skjaldbreið. Á hótelinu er frítt þráðlaust internet og ríkir þar einstaklega heimilislegur og persónulegur andi.
- 33 herbergi
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet
Center Hotels Skjaldbreið er hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur.