Camping 66.12° north
Tjaldsvæðið er á sjávarbakkanum yst á Tjörnesi með óhindruðu útsýni til hafs. Óvíða er sólarlagið fegurra og talsvert fuglalíf á svæðinu.
Góð snyrtiaðstaða með sturtum. Salernisaðstaða fyrir fatlaða. Eldunaraðstaða og hægt að borða inni.
Um 35 km eru í Ásbyrgi og 24 km til Húsavíkur. Þá eru 80 km til Mývatns og 100 km til Akureyrar.