Kaffi Sumarlína
Fáskrúðsfjarðargestrisnin lætur ekki að sér hæða á Búðavegi 59 þar sem Kaffi Sumarlína býður gestum sínum heimalagaðar veitingar eins og þær gerast bestar austur hér. Auk rómaðs austfirsks meðlætis með kaffinu er einnig matseðill i boði í hádeginu og á kvöldin. Hráefni úr heimabyggð er gert hátt undir höfði. Sérréttir í boði fyrir þá sem ekki þola glúten. Kvöldverði á Kaffi Sumarlínu með útsýni yfir fjörðinn er ekki í kot vísað!
Kaffi Sumarlína er opin alla daga frá 11:00-22:00 og matseðillinn í gangi allan daginn frá kl. 11:00 til 20:45