Kaffi Lára - El Grilló Bar
Kaffi Lára – El Grilló Bar er fjölskyldu rekinn veitingastaður og bar sem stofnaður var árið 2001 og er staðsettur í hjarta Seyðisfjarðar við regnbogagötuna.
Staðurinn er þekkastur fyrir að bjóða uppá ýmsa ljúffenga rétti sem eru matreiddir á útigrilli staðarins. Á matseðlinum er meðal annars boðið uppá hinn geysivinsæla El Grilló hamborgara, hægelduð BBQ svínaríf, grænmetis borgara og grillaðan camenbert. Þar fyrir utan er einnig boðið uppá ýmsar gómsætar kökur og kaffi.
Kaffi Lára er ekki síst þekkt fyrir sinn eigin bjór, El Grilló sem hefur flætt á krönum barsins frá 2006, einnig er boðið uppá breytt úrval íslenskra gæða bjóra.
Borðpantanir eru ekki nauðsynilegar nema fyrir hópa með fleiri en 8 manns.
Sjáumst á Lárunni – Engin Miskunn