Byggðasafn Hafnarfjarðar
Byggðasafn Hafnarfjarðar er minja- og ljósmyndasafn Hafnarfjarðarbæjar. Hlutverk þess er að safna, skrásetja, varðveita, forverja og rannsaka muni og minjar um menningarsögu svæðisins og kynna þær almenningi. Minjasvæði Byggðasafns Hafnarfjarðar er Hafnarfjörður og nágrenni hans.
Opnunartími 1. júní - 31. ágúst:
Alla daga frá 11:00-17:00
Opnunartími 1. september – 31. maí.
Laugardaga og sunnudaga frá 11:00-17:00
Opið fyrir hópa á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Aðgangur er ókeypis.
Byggðasafn Hafnarfjarðar miðlar sögu bæjarins með ýmsum hætti, heldur t.d. að jafnaði úti 10 sýningum í 6 húsum auk þess að standa fyrir fyrirlestrum, sögugöngum og ýmsum öðrum viðburðum.
Hús safnsins eru:
· Pakkhúsið, Vesturgötu 6
· Sívertsens-húsið, Vesturgötu 6
· Beggubúð, Vesturgötu 6
· Siggubær, Kirkjuvegur 10
· Góðtemplarahúsið, Suðurgötu 7
· Bookless-bungalow, Vesturgötu 32
· Auk ljósmyndasýninga við Strandstíginn.