Broddanes – HI Hostel / Farfuglaheimili
Broddanes Hostel er lítið, vinalegt farfuglaheimili sem einkennist af frið og ró. Náttúra svæðisins er mjög sérstök og fjölbreytt og þar má finna nes, voga, eyjar, hólma og sker. Mikið fuglalíf er á svæðinu og því tilvalinn staður fyrir þá sem hafa gaman af fuglaskoðun. Einnig má sjá seli synda við ströndina eða flatmaga á skerjum í nágrenninu.
Fyrir þá ævintýragjörnu er tilvalið að leigja kajak og komast í meira návígi við fugla og seli eða bara til kanna svæðið frá öðru sjónarhorni. Einnig er hægt að fara í styttri og lengri gönguferðir -meðfram ströndinni eða upp til fjalla – allt eftir getu og vilja hvers og eins.
Á svæðinu:
· Broddanes er miðsvæðis á Ströndum aðeins 35 km sunnan Hólmavíkur og því tilvalinn staður til að dvelja á og fara í dagsferðir um nágrennið.
· Sauðfjársetur – safn og kaffihús – er aðeins í 20 mínútna aksturfjarlægð
· Hólmavík - þar er verslun, sundlaug, golfvöllur, kaffihús, veitingastaðir og Galdrasafnið. Þar er einnig boðið upp á hvalaskoðunarferðir.
· Drangsnes - Dagsferð á Drangsnes með viðkomu í heitu pottunum í fjöruborðinu eða ferð út í Grímsey
· Bjarnarfjörður með Kotbýli kuklarans og Gvendarlaug.
Athugasemdir:
Farfuglaheimilið er staðsett á vegi nr. 68, í um 240 km fjarlgæð frá Reykjavík og 35 km sunnan Hólmavíkur. Ekki er boðið upp á neinar veitingar en stórt eldhús er til staðar fyrir gesti. Næsta matvöruverslun er á Hólmavík.