Brekkulækur
Fjölbreytt ferðaþjónusta er rekin á sveitabænum Brekkulæk í Miðfirði. Í gegnum árin höfum við skipulagt hestaferðir yfir hálendi Íslands ásamt gönguferðum þar sem áhersla er lögð á náttúru Íslands og sveitina.
Brekkulækur býður upp á gistingu, veitingar og afþreyingu. Fuglaskoðunarferðir í júní. Hestaferðir og gönguferðir í júní-ágúst. Náttúruskoðunarferðir með lítilsháttar klifri og hellaskoðun. Haustferðir þar sem m.a. er farið í réttir.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Endilega heimsækið okkur hér.