Breiðá - Jöklarannsóknafélag Íslands
Jöklarannsóknafélag Íslands var stofnað í nóvember 1950. Markmið þess er rannsóknir á jöklum og næsta nágrenni þeirra, eða eins og segir í 2.grein laga þess: “Markmið félagsins er að stuðla að jöklarannsóknum og ferðalögum á jöklum landsins, gefa út tímaritið Jökul, ásamt fréttabréfi og gangast fyrir fræðandi fyrirlestrum og myndasýningum”. Starf félagsins byggist á sjálfboðavinnu og hefur því tekist að virkja fjölmennan hóp áhugafólks. Sú samvinna vísindamanna og sjálfboðaliða sem er grundvöllur félagsins hefur skilað miklum árangri og eflt jöklarannsóknir hér á landi. Félagar í Jöklarannsóknafélaginu eru rúmlega 500.
GPS: N64°2,328 W16°18,514
Á Breiðamerkursandi. Braggi og bílageymsla, byggt 1951.