Tjaldsvæðið Borgarfirði eystri
Tjaldsvæðisgestir hafa aðgang að eldunaraðstöðu og sturtum (sturta gegn vægu gjaldi), eldunaraðstaðan er frí fyrir gesti. Smá eldunaraðstaða er í þjónustuhúsinu og rafmagn fyrir smátæki.
- Sturtur eru í þjónustuhúsinu.
- Góð aðstaða og rafmagnstenglar fyrir hjólhýsi og húsbíla.
- Góð aðstaða til að losa úrgang úr húsbílum.
- Sorptunnur eru á tjaldstæði og móttaka endurnýtanlegs sorps í áhaldahúsi Borgarfjarðarhrepps. Móttakan er opin frá 08:00-16:30.
- Vatnssalerni eru í þjónustuhúsinu.
- Gönguleiðir eru frá tjaldsvæði umhverfis og upp á Álfaborg en þar er hringsjá.
Fyrir hjólhýsi og húsbíla er góð aðstaða en þar er m.a. rafmagnstenglar og góð aðstaða til að losa úrgang úr húsbílum. Sorptunnur eru á tjaldsvæðinu.
Íbúar Borgarfjarðarhrepps eru um 140. Talsvert er af hreindýrum á svæðinu, en þau eru stygg og oft erfitt að koma auga á þau. Hafnaraðstaða á Borgarfirði er slæm frá náttúrunnar hendi enda fjörðurinn stuttur og breiður, en við Hafnarhólma austan fjarðar hefur verið gerð góð smábátahöfn.
Frábær aðstaða er til fuglaskoðunar við Hafnarhólma. Þar eru tveir pallar fyrir fuglaáhugamenn og óvíða er betri aðstaða til að fylgjast með lunda og ritu. Lundinn kemur um miðjan apríl, en hverfur allur á braut á einni nóttu um miðjan ágúst. Góð aðstaða er líka fyrir fuglaáhugamenn í fuglaskoðunarhúsi í þorpinu.
Víknaslóðir við Borgarfjörð frá Héraðsflóa í norðri til Seyðisfjarðar í suðri. Þar er fjöldi áhugaverðra, vel merktra og stikaðra gönguleiða við allra hæfi, bæði stuttar leiðir fyrir alla fjölskylduna og lengri leiðir fyrir „fullorðna“. Aðgengi er mjög gott svo og allur aðbúnaður. Öflug þjónusta hefur byggst upp á svæðinu, svo sem góð tjaldstæði, fjölbreytt gisting, veitingar, söfn, leiðsögn, aðstoð við skipulagningu gönguferða og flutningar á fólki og farangri.