Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum
Báta- og Hlunnindasýningin er gluggi að skemmtilegum heimi fugla, báta og náttúrunytja Breiðafjarðar.
Sýningin er helguð gjöfum náttúrunnar við Breiðafjörð og nýtingu þeirra, einkum á fyrri tíð en að hluta allt fram á þennan dag. Fuglarnir gáfu egg og kjöt í matinn og æðarfuglinn gaf verðmætan dún í sængur og kodda. Selurinn gaf kjöt og spik og skinnið var notað til klæðagerðar. Meðal annars fá gestir að kynnast æðarfuglinum á sérstakan hátt og fræðast um gömlu súðbyrðingana með breiðfirska laginu.
Á þessari lifandi sýningu er hægt að sjá stuttar og lengri heimildamyndir um lífið í Breiðafjarðareyjum, sem teknar voru um miðbik síðustu aldar.
Í sama húsi er upplýsingamiðstöð ferðamannsins.
Opið frá 1. júní til 30. ágúst frá 11:00-18:00 og eftir samkomulagi að vetri til.