Svarta fjaran Veitingahús
Svarta fjaran/Black beach restaurant er veitingastaður og kaffihús sem staðsett er í einni mögnuðustu náttúruperlu Suðurstrandarinnar, Reynisfjöru. Svarta fjaran er í göngufæri við Reynisdranga, stuðlabergið og Hálsanefshelli. Frá veitingastaðnum er frábært útsýni að Dyrhólaey og yfir sjóinn.
Þjónustuhúsið var byggt árið 2014 og miðast arkitektúrinn við að láta bygginguna falla að landslaginu og voru m.a. notaðir steinar úr fjörunni sem byggingarefni í veggi og gólf. Húsið fellur inn í fjallshlíðina.
Á veitingahúsinu er hægt að fá m.a. heita súpu og brauð, kökur sem bakaðar eru á staðnum, samlokur og sitthvað fleirra, gosdrykki, safa, kaffi og te. Á veitingastaðnum er hægt að fá hefðbundinn íslenskan mat svo sem lambakjöt og fisk, hamborgara úr nautakjöti frá næsta bæ auk ýmisa smárétta.