Adventure Travel Company
Komdu út að hjóla! Ævintýralegar hjólaferðir!
Það er fátt sem toppar það að hjóla um í íslenskri náttúru, rífa sig frá rútínunni, endurnýja orkuna og láta gleðina taka völd.
Í hjólaferðunum okkar er oftar en ekki farið örlítið út fyrir þægindarammann og adrenalíninu leyft að þyrlast um kroppinn. Markmiðið er að koma heim þægilega þreytt en endurnærð á sál og líkama eftir ógleymanlega ferð um fjöll, dali, hraun og allt það sem íslensk náttúra býður upp á.
Í boði eru fjallahjólaferð um höfuðborgina, hjólaleiðir rétt utan við borgarmörkin, upp á hálendið eða í útlöndum. Allar okkar ferðir er hægt að aðlaga að styttri eða lengri óvissu-, ævintýra- og hópeflishjólaferðum eða sérsníða að þínum óskum.