Baldvinsskáli, Fimmvörðuháls - Ferðafélag Íslands
Við gönguleiðina um Fimmvörðuháls stendur Baldvinsskáli, þar er gistirými fyrir 16 manns.
Baldvinsskáli er A laga sæluhús. Gengið er inn í anddyri og þaðan inn í lítinn matsal/eldhús. Á efri hæð hússins er svefnloft þar sem 16 manns geta sofið.
Einfaldur kamar stendur skammt frá skálanum. Ekkert rennandi vatn er á svæðinu, hvorki við kamarinn né inni í skálanum.
Flestir gestir skálans ganga Fimmvörðuháls. Þar er veðrið oft óútreiknanlegt og því þörf á skjólhúsi á leiðinni.