Fara í efni

Áskaffi góðgæti

Verið velkomin í félagsheimilið Héðinsminni í Skagafirði þar sem Áskaffi góðgæti býður matseðil
fyrir hópa sem eru áhugasamir um að bragða heimilislegan mat.  

Héðinsminni er við hringveginn (þjóðveg nr. 1) í Blönduhlíðinni, um 10 mín akstur frá Varmahlíð þegar ekið er austur um til Akureyrar. 

Um nær tveggja áratuga skeið rak undirrituð kaffistofuna Áskaffi í einu húsa Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ. Í dag er Áskaffi góðgæti í félagsheimilinu Héðinsminni í Skagafirði.

Ég hlakka til að taka á móti ykkur á nýjum áfangastað þar sem ég mun áfram leggja áherslu á að bjóða góðgæti sem kitlar bragðlaukana í notalegu umhverfi.  

Ýmsar nýjungar verða á boðstólum og um að gera að heyra í mér ef þið hafið áhuga að koma með hópinn ykkar í hádegismat, miðdagskaffi eða kvöldmat. Veitingar þarf að panta með fyrirvara.

Lágmarksfjöldi í hóp er sex manns.  

Verið hjartanlega velkomin í sveitina. 

Nánari upplýsingar á www.askaffi.is 

Hvað er í boði

Hleðslustöðvar

Staðsetning Þjónustuaðili Tenglar
ON 2 x 100 kW (CCS)