Fara í efni

Arctic Heli Skiing

Arctic Heli Skiing leggur áherslu á fyrsta flokks þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga og á Grænlandi
og bjóða þér upp á að taka þátt í stórkostlegu ævintýri á fjöllum. Arctic Heli Skiing var
stofnað árið 2008 af Jökli Bergmann, sem hefur yfir 20 ára reynslu af fjallaskíðamennsku á
Tröllaskaga og víðsvegar um heiminn. Arctic Heli Skiing heyrir undir Bergmenn, sem sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku (www.bergmenn.com). 

Skíðasvæðið sem opnast með aðstoð þyrlunnar er gríðarlega umfangsmikið eða tæpir 4000
ferkílómetrar beggja vegna Eyjafjarðar þar sem allar tegundir skíðabrekkna er að finna, allt
frá bröttustu giljum til víðáttumikilla hvilftarjökla, sem þýðir að allt skíðafólk finnur eitthvað
við sitt hæfi. Það að skíða af hæstu tindum Tröllaskagans alveg niður í svartar sandfjörur í
miðnætursól er einstök upplifun sem enginn má missa af að prófa þó ekki sé nema einu
sinni á lífsleiðinni.

Þyrluskíðun hefst í lok febrúar og við skíðum alla vormánuðina, allt þar til í seinni hluta júní
með frábæru vorskíðafæri. Þar sem Tröllaskaginn er strandfjallgarður eru snjóalög þykk og
að sama skapi stöðug hvað varðar snjóflóðahættu þegar líða tekur á vorið. Þannig getum við
skíðað brattari brekkur en gengur og gerist í þyrluskíðamennsku annars staðar í heiminum.
Veðurfar á Tröllaskaga í apríl og maí er tiltölulega stöðugt á íslenskan mælikvarða með
löngum stillum og sólríkum dögum. Þó það geti gert slæm veður þá vara þau yfirleitt ekki
lengi á þessum tíma, og með löngum dögum vorsins er hægt að skíða nánast 24 tíma á
sólarhring.


Skoðaðu heimasíðuna okkar til að sjá frábærar myndir, myndbönd og greinar og til að
fræðast meira um okkur og ferðirnar sem við bjóðum upp á. Hvort sem það er í þyrluskíðun,
fjallaskíðun, fjallgöngum eða klifri þá eru öryggi og fagmennska kjörorð okkar og við leggjum
okkur fram til þess að upplifun þín verði stórkostleg.

Hlökkum til að sjá þig á fjöllum.

www.arcticheliskiing.com
www.bergmenn.com
www.ravenhilllodge.com
www.karlsa.com

Hvað er í boði